Um okkur

Hygge er hverfiskaffihús og bakarí sem opnaði fyrst dyrnar fyrir viðskiptavinum sínum í febrúar 2022 og hafa viðtökurnar síðan verið mjög jákvæðar. Sérstaða liggur í ástríðu okkar fyrir bakstrinum, þar sem gæði og metnaður mætast svo elskum við líka að borða gott bakkelsi og hygge os.

Panta mat

Gæði og ástríða

Við bjóðum upp á ferskar vörur þar sem hvergi er slakað á gæðum. Við viljum ekki festa okkur í vöruúrvali og finnst gaman að hafa úrvalið breytilegt og prófa okkur áfram með nýja hluti og hafa gaman.

Gjafabréf

Hygge alla daga

Stemningin er lágstemd, kósý og notaleg. Hægt að fá úrvals kaffi og bakkelsi þar sem gæði væru í fyrirrúmi þar sem við værum að gera hlutina frá grunni og halda virðingu við hefðina. Hugmyndin kemur upphaflega frá Danmörku og er staðurinn bæði kaffihús og micro bakarí. Umgjörð staðarins fangar þýðingu danska orðsins Hygge sem þýðir að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum í hlýlegu umhverfi.

Hafðu samband

Staðsetning og opnunartími

Við erum staðsett á Seljavegi 2 í 101 Reykjavík.

Erum opin frá 8-17 alla daga.